Bíó og sjónvarp

Amazing Race aftur til Íslands

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hér ræðir Katrín Tanja Davíðsdóttir við keppendur á Ingólfstorgi, umvafin kraftaköllum, og undir hljómar söngur Bartóna.
Hér ræðir Katrín Tanja Davíðsdóttir við keppendur á Ingólfstorgi, umvafin kraftaköllum, og undir hljómar söngur Bartóna. Skjáskot

Tökur á þrítugustu þáttaröð rauveruleikaþáttanna The Amazing Race eru hafnar og svo virðist sem keppendur þurfi, aftur, að koma til Íslands.

Þessi kapphlaupsratleikur hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsti þátturinn var frumsýndur árið 2001. 11 tveggja manna lið ferðast um heiminn og leysa þrautir í fjarlægum löndum, það fyrsta til að skila sér svo í mark eftir flakkið hlýtur vegleg peningaverðlaun.

Í þessari nýjustu þáttaröð virðast liðin þurfa að brasa ýmislegt á Íslandi ef marka má aðdáendur þáttanna. Hafa þeir verið duglegir við að birta myndir af svaðilförum liðanna, sem voru hér á landi í upphafi vikunnar.

Hér að neðan má sjá fyrstu vísbendinguna sem liðin fengu í hendurnar. Þar er þeim sagt að koma sér til Íslands, nánar tiltekið að Geitárgljúfri. 

Aðdáandi náði þessari mynd af fyrstu vísbendingu keppendanna. Reality Fan Forum

Á myndunum og myndskeiðunum hér að neðan má sjá liðin á hlaupum eftir Laugaveginum, í Hljómskálagarðinum og drekka þorskalýsi með kraftaköllum á Ingólfstorgi þar sem karlakórinn Bartónar mætti þeim einnig með kröftugum Krummavísum.

Keppendur í The Amazing Race hafa áður verið sendir til Íslands, nánar tiltekið í sjöttu þáttaröð sem sýnd var á Stöð 2 á árunum 2004 til 2005. Það að Íslandi hafi brugðið fyrir í þátttunum var sögð vera „ein mesta landkynning sögunnar.“ - hvorki meira né minna.

Ekki er búið að gefa út hvenær nákvæmlega þrítugasta þáttaröðin verður frumsýnd en gert er ráð fyrir því að það verði í lok þessa árs eða upphafi árs 2018.

Fleiri myndir af ævintýrum keppendanna má nálgast á spjallborði aðdáendanna, með því að smella hér..

Hér að neðan er myndasafn, hægt er að fletta í gegnum þær með því að smella á örvarnar sem birtast við brún myndanna.

 
A post shared by John Gilpatrick (@jl.gilpatrick) on

Eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan var mikill hamagangur í öskjunni þegar keppendur mættu á Leifsstöð.


Tengdar fréttir

Amazing Race á Íslandi

Tvö hundruð milljónir manna upplifa Ísland í allri sinni dýrð með augum ringlaðra ferðalanga á næstu vikum og mánuðum, þegar nýjasta þáttaröðin af Kapphlaupinu mikla, eða <em>Amazing Race</em>, verður sýnd um allan heim.  

Ein mesta landkynning sögunnar

"Þetta er rosaleg landkynning, líklega ein sú mesta sem hefur verið," segir Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Flugleiða. Tilefnið er fyrsti þáttur nýrrar þáttaraðar af Amazing Race raunveruleikaþættinum, sem tekinn var upp á Íslandi í sumar, og sýndur var í bandarísku sjónvarpi í fyrrakvöld.

Amazing Race á Íslandi

Tökulið og keppendur frá Amazing Race sjónvarpsþættinum vinsæla eru komnir til Íslands. Í þættinum keppa nokkur pör í eins konar ratleik um heiminn og vinnur það par sem er útsjónarsamast í ferðalögum sínum og fljótast í förum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.