Lífið

„Ljóta Betty“ sagði stjórnandanum að drífa sig til Íslands

Stefán Ó. Jónsson skrifar
America Ferrera ræddi við Harry Connick Jr.
America Ferrera ræddi við Harry Connick Jr. Skjáskot
Bandaríska leikkonan America Ferrera, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Ugly Betty eða „Ljóta Betty,“ átti vart orð til að lýsa heimsókn sinni til Íslands í sumar.

Hún var hér ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Ryan Piers Williams, en þau ákváðu að fagna 12 ára sambandsafmæli sínu hér á landi. Vísir sagði frá heimsókninni í sumar, en Ferrera var dugleg að birta myndir af ferðalagi þeirra hjóna.

Í samtali við spjallþáttastjórnandann Harry Connick Jr. dásamaði hún Íslandsferðina og hvatti hann eindregið til að drífa sig hingað. „Ef álfar og dvergar væru til þá kæmu þeir þaðan,“ sagði Ferrera er hún reyndi að lýsa náttúrufegurð Íslands.

„Fólkið er yndislegt, landið er undurfagurt, þú færð nánast nóg af öllum þessum fallegu fossum, heitir hverir - við vorum í himnaríki. Ef þú hefur pláss á óskalistanum þínum þá ættirðu að fara til Íslands“

Sjá einnig: „Ljóta Betty“ nýtur sumarsins á Íslandi

Ferrera sagði hápunkt ferðarinnar þó hafa verið þegar þau gistu í glærri kúlu úti í miðjum skógi. Þau höfðu þó ekki reiknað með nætursólinni sem átti eftir að halda fyrir þeim vöku.

Myndband af þeim að fíflast í kúlunni má sjá hér að neðan og viðtalið í spilaranum hér að ofan.

We live here now. #buubble #Iceland

A post shared by America Ferrera (@americaferrera) on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×