Enski boltinn

Usmanov er ekki að reyna að selja hlut sinn í Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Arsenal eru ekki óvanir því að mótmæla Kroenke.
Stuðningsmenn Arsenal eru ekki óvanir því að mótmæla Kroenke. vísir/getty
Næststærsti hluthafinn í Arsenal, Alisher Usmanov, segir að það sé ekki rétt að hann sé í viðræðum við stærsta hluthafann, Stan Kroenke, um að selja honum hlut sinn í félaginu.

Það var greint frá því í gær að Kroenke, sem á 67 prósenta hlut í Arsenal, hefði gert Usmanov tilboð í 30 prósenta hlut hans í félaginu.

„Ég lít á minn 30 prósenta hlut sem mikilvægan til þess að verja hagsmuni stuðningsmanna félagsins,“ sagði Úsbekinn Usmanov en hann hefur oft gagnrýnt Kroenke.

Margir stuðningsmanna Arsenal hafa vonast til þess að Usmanov keypti Kroenke út úr félaginu, en ekki öfugt, því þeim líkar ekki við hvernig Kroenke rekur félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×