Enski boltinn

Uxinn frá Liverpool byrjar hjá enska landsliðinu í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Oxlade-Chamberlain og Daniel Sturridge á æfingu enska landsliðsins.
Alex Oxlade-Chamberlain og Daniel Sturridge á æfingu enska landsliðsins. Vísir/Getty
Liverpool-maðurinn Alex Oxlade-Chamberlain verður í byrjunarliði enska landsliðsins í kvöld samkvæmt heimildum Sky Sports.

England fær þá Slóveníu í heimsókn á Wembley en enska landsliðið tryggir sig inn á HM í Rússlandi með sigri á Slóvenum. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum.  

Alex Oxlade-Chamberlain, sem Liverpool keypti frá Arsenal í lok ágúst, verður hluti af sóknardjafri fjögurra manna línu með þeim Raheem Sterling, Marcus Rashford og Harry Kane.

Það hefur lítið gengið hjá Liverpool-liðinu síðan að Oxlade-Chamberlain kom á Anfield en hann fær tækifærið hjá landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate í þessum leik.

Harry Kane mun bera fyrirliðabandið hjá enska landsliðinu í leiknum en hann raðaði inn mörkum í septembermánuði.

Manchester City á flesta leikmenn í byrjunarliðinu eða þrjá en það eru þeir Raheem Sterling, John Stones og Kyle Walker.

Liverpool og Tottenham eiga bæði tvo leikmenn í byrjunarliðinu í kvöld, Jordan Henderson og Oxlade-Chamberlain frá Liverpool en Kane og Eric Dier frá Tottenham.

Byrjunarlið enska landsliðsins samkvæmt Sky Sports:

Joe Hart, West Ham United

Kyle Walker, Manchester City

Gary Cahill, Chelsea

John Stones, Manchester City

Ryan Bertrand, Southampton

Jordan Henderson, Liverpool

Eric Dier, Tottenham

Marcus Rashford, Manchester United

Alex Oxlade-Chamberlain, Liverpool

Raheem Sterling, Manchester City

Harry Kane, Tottenham Hotspur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×