Körfubolti

Óvæntasti blaðamannafundurinn á ferli Jordan var fyrir 24 árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jordan á blaðamannafundinum.
Michael Jordan á blaðamannafundinum. Vísir/Getty
6. október 1993 boðaði Michael Jordan óvænt til blaðamannafundar en nokkrum mánuðum fyrr hafði hann unnið NBA-titilinn með Chicago Bulls í þriðja sinn á þremur árum.

Michael Jordan hafði misst föður sinn um sumarið en hann var myrtur 23. júlí 1993. Í úrslitakeppninni þetta sumar höfðu líka komið fram í dagsljósið að Jordan stundaði fjárhættuspil af miklum móð og hafði hann tapað stórum upphæðum.



Það bjóst samt enginn við því að besti körfuboltamaður heimsins myndi leggja skóna upp á hillu aðeins 30 ára gamall. Það tilkynnti hann þó heiminum á þessum eftirminnilega blaðamannafundi sem varð í framhaldinu að forsíðufrétt út um allan heim.





Jordan var með 32,6 stig, 6,7 fráköst, 5,5 stoðsendingar og 2,8 stolna bolta að meðaltali í leik tímabilið 1992-93 en var þó ekki kosinn mikilvægast leikmaður deildarinnar. Þann heiður fékk Charles Barkley.

Seinna hefur Jordan sagt frá því að hann hafi verið komið með nóg af öllu álaginu og pressunni sem fylgdi því að vera orðinn frægasti íþróttamaður heims. Hann hafi í raun verið farin að plana það að hætta árið 1992 og aukaálagið í tengslum við Ólympíuleikanna í Barcelona hafi aðeins styrkt þær áætlanir.





Michael Jordan reyndi fyrir sér í hafnarbolta áður en hann snéri aftur í NBA-deildina vorið 1995. Hann hjálpaði síðan Chicago Bulls að vinna þrjá titla í röð frá 1996 til 1998 áður en hann setti skóna aftur upp á hillu. Þeir átti eftir að fara einu sinni ofan af hillunni áður en Jordan hætti endanlega fertugur að aldri.



Mihcael Jordan eftir titilinn 1993.Vísir/Getty
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×