Enski boltinn

Góðu og slæmu tölurnar í tveggja ára stjóratíð hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er örugglega með flest faðmlög knattspyrnustjóra í deildinni síðan að hann tók við.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er örugglega með flest faðmlög knattspyrnustjóra í deildinni síðan að hann tók við. Vísir/Getty
Þjóðverjinn Jürgen Klopp heldur upp á tveggja ára afmæli sitt sem knattspyrnustjóri Liverpool um helgina en það eru liðin tvö ár síðan að hann tók við Liverpool liðinu af Brendan Rodgers í október 2015.

Sky Sport notar tækifæri og fer ítarlega yfir tölfræðina í stjóratíð Jürgen Klopp og þar má sjá bæði góðar og slæmar tölur.

Jürgen Klopp hefur náð í 56 prósent stiga í boði í fyrstu 45 leikjunum sínum sem knattspyrnustjóri Liverool í ensku úrvalsdeildinni en undir stjórn Brendan Rodgers náði liðið „aðeins“ í 46 prósent stiga.

Greinin hjá Sky Sports byrjar á góðu tölfræðinni en ekkert lið hefur gengið betur á móti bestu liðunum en einmitt Liverpool-liðið hans Jürgen Klopp. Frá því að hann tók við hefur Liverpool unnið 9 leiki og aðeins tapað 2 í leikjum við eitt af hinu stóru liðunum en til þess hóps teljast Manchester United, Arsenal, Chelsea, Tottenham og Manchester City.

Hér fyrir neðan má góðu og slæmu tölurnar úr samantekt Sky Sport sem annars má lesa alla hér.

Mjög gott:

Besti árangur í innbyrðisleikjum toppklúbbanna sex:

(Síðan að Klopp var ráðinn í október 2015)

Liverpool 36 stig í 20 leikjum (+13, 35-22)

Chelsea 28 stig í 21 leik (-2, 24-26)

Tottenham 27 stig í 19 leikjum (+6, 25-19)

Manchester United 22 stig í 17 leikjum  (-5, 13-18)

Manchester City 21 stig í 20 leikjum (-4, 25-29)

Arsenal 17 stig í 19 leikjum (-8, 27-35)

Mjög slæmt:

Versti árangur topp sex liðanna í leikjum á móti liðum utan topp sex:

(Sigurhlutfall síðan að Klopp var ráðinn í október 2015)

Tottenham 71,4 prósent

Arsenal 69,6 prósent

Chelsea 68,5 prósent

Manchester City 67,3 prósent

Manchester United 56,9 prósent

Liverpool 52,7 prósent



Það er ekki eins og Jürgen Klopp hafi verið að laga tölfræðina í síðari töflunni á þessu tímabili þrátt fyrir að hafa styrkt liðið mikið framarlega á vellinum.

Liverpool-liðið hefur nefnilega þegar tapað stigum á móti Watford, Burnley og Newcastle á þessari leiktíð. Það hefur gengið mjög illa hjá Liverpool á brjóta á bak aftur lið sem þétta raðirnar aftarlega á vellinum.

Slæmt

Mörk fengin á sig

Liverpool hefur fengið á sig 94 mörk síðan að Jürgen Klopp tók við eða meira en United, City, Chelsea, Tottenham og Arsenal.



Slæmt

Mörk fengin á sig úr föstum leikatriðum

Liverpool hefur fengið á sig 28 mörk úr föstum leikatriðum síðan í október 2015 en aðeins Watford, Stoke og Crystal Palace hafa fengið á sig fleiri slík mörk.



Slæmt

Mörk fengin á sig sem skrifast á mistök varnarmanna eða markvarðar

Liverpool hefur fengið á sig 18 mörk eftir mistök varnarmanna eða markvarðar síðan að Jürgen Klopp tók við en aðeins Crystal Palace og West Ham hafa fengið á sig fleiri mörk við slíkar aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×