Enski boltinn

Ings: Ég mun spila fyrir þetta lið

Dagur Lárusson skrifar
Danny Ings hefur verið óheppinn með meiðsli.
Danny Ings hefur verið óheppinn með meiðsli. Vísir/getty

Danny Ings, leikmaður Liverpool, segist ekki vera íhuga för frá félaginu í janúar og segist hann vera staðráðinn í því að sanna sig.

Danny Ings hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Liverpool en hann kom til félagins sumarið 2015 og hefur meira og minna verið meiddur allan tímann. Danny Ings spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðaliðið í langan tíma gegn Leicester í Carabao-bikarnum um daginn en hann á ennþá eftir að koma við sögu í deildinni.

„Hvar sem ég hef verið þá hef ég alltaf fundið leið til þess að sanna mig. Ég hef verið í svipaðri stöðu hjá fleiri liðum eins og ég er í núna,“ sagði Ings

„Mikið af fólki telur líklega að dagar mínir hjá félaginu séu taldir en sú hugsun hefur ekki hvarflað að mér. Ég hef ennþá fulla trúa á sjálfum mér og ég trúi ennþá að ég muni spila fyrir þetta lið“.

Lærisveinar Jurgen Klopp hafa átt erfitt uppdráttar með markaskorun upp á síðkastið og því er aldrei að vita nema Danny Ings fái að spila í deildinni fyrr en varir.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.