Erlent

Maður handtekinn eftir að ekið var á fólk í London

Kjartan Kjartansson skrifar
Atvikið átti sér stað nærri Náttúruminjasafninu í London.
Atvikið átti sér stað nærri Náttúruminjasafninu í London. Vísir/AFP
Nokkrir gangandi vegfarendur eru sagðir slasaðir eftir að bíl var ekið á þá nærri Náttúruminjasafnið í London fyrir skömmu. Einn maður hefur verið handtekinn. Meiðsl fólksins eru sögð lítil, að sögn BBC.

Lögreglan rannsakar nú hvernig svo bar til að bílnum var ekið á fólkið. Vopnaðir lögreglumenn eru nú á staðnum.

Vitni segir BBC að að það hafi heyrt eitthvað sem hljómaði eins og byssuskot. Þá hafi það séð bílinn aka upp á gangstétt. Fólk hafi þá tekið til fótanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×