Erlent

Nelly handtekinn grunaður um nauðgun

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Nelly hefur verið á tónleikaferðalagi með Backstreet Boys.
Nelly hefur verið á tónleikaferðalagi með Backstreet Boys. visir.is/getty
Bandaríski rapparinn Cornell Iral Haynes Jr, betur þekktur sem Nelly, var snemma í morgun handtekinn fyrir nauðgun.

Lögreglan í Auburn handtók rapparann eftir að kona hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti að hann hefði nauðgað sér í rútu í Seattle. Nelly spilaði á tónleikum í White River tónleikahöllinni örfáum klukkustundum eftir meint nauðgun átti sér stað. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Lögfræðingur rapparans sagði í yfirlýsingu að ásökunin ætti ekki við rök að styðjast, hún væri „með öllu uppdiktuð.“ Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Nelly, sem er fjörutíu og tveggja ára, hefur þessa dagana verið á tónleikferðalagi með Backstreet Boys og Florida Georgia Line. Hann er þekktastur fyrir lögin „Hot in herre“ og „Dilemma“ en hann hefur þó ekki gefið út tónlist í nokkur ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×