Erlent

Glæfraakstur en ekki hryðjuverk í London

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumaður gætir vettvangs þar sem bíl var ekið upp á gangstétt og á gangandi vegfarendur í London í gær.
Lögreglumaður gætir vettvangs þar sem bíl var ekið upp á gangstétt og á gangandi vegfarendur í London í gær. Vísir/AFP
Manninum sem var handtekinn eftir að bíl var ekið á hóp gangandi vegfarenda í London í gær hefur verið sleppt úr haldi. Hann var yfirheyrður vegna glæfraakstur en lögreglan segir að atvikið hafi ekki tengst hryðjuverkum.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að maðurinn sé 47 ára gamall. Hann var handtekinn eftir að hafa ekið á vegfarendur nærri Náttúruminjasafni Bretlands um miðjan dag í gær. Ellefu manns slösuðust en enginn þeirra lífshættulega. Flestir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í gærkvöldi.

Lögreglan leitar nú að vitnum að atvikinu og segir að rannsóknin lúti aðeins að broti á umferðarreglum.

Mikill ótti greip um sig þegar bílnum var ekið upp á gangstétt enda nýlegar hryjuverkaárásir í Bretlandi og víðar í Evrópu þar sem bílum var ekið á gangandi vegfarendur fólki enn ferskar í minni borgarbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×