Lífið

Aldean minntist fórnarlambanna í Las Vegas með lagi eftir Tom Petty

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jason Aldean á SNL-sviðinu í gærkvöldi.
Jason Aldean á SNL-sviðinu í gærkvöldi. Vísir/Getty
Kántrísöngvarinn Jason Aldean, sem stóð á sviðinu á Route 91-tónlistarhátíðinni í Las Vegas þegar Stephen Paddock skaut úr byssu sinni, flutti hjartnæman óð til fórnarlamba skotárásarinnar og hins nýlátna Toms Pettys í bandaríska sjónvarpsþættinum Saturday Night Live í gærkvöldi.

Aldean söng I Won‘t Back Down, lag úr smiðju Pettys heitins, í minningu fórnarlambanna 58 sem létust í skotárásinni í Las Vegas síðastliðið sunnudagskvöld. Þá var atriðið einnig til heiðurs Toms Pettys sjálfs en hann lést á mánudagskvöld, 66 ára að aldri.

„Í þessari viku höfum við orðið vitni að einum stærsta harmleik í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Aldean er hann ávarpaði áhorfendur í gærkvöldi. „Fjöldi fólks er nú í sárum. Þið getið verið viss um að við munum takast saman á við þessa erfiðleika.“

Atriðið frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Keypti 33 byssur á einu ári

Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×