Erlent

Hafa loks náð saman um myndun ríkisstjórnar í Hollandi

Atli Ísleifsson skrifar
Mark Rutte tók fyrst við embætti forsætisráðherra Hollands árið 2010.
Mark Rutte tók fyrst við embætti forsætisráðherra Hollands árið 2010. Vísir/AFP
Stjórnmálamenn í Hollandi hafa loks náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar en heilir sjö mánuðir eru liðnir frá því að þingkosningar fóru fram í landinu.

Starfandi forsætisráðherra, Mark Rutte, mun samkvæmt heimildum hollenskra miðla kynna fjögurra flokka ríkisstjórn sína síðar í dag. Margir efast um að flokkunum muni takast að starfa saman með farsælum hætti þar sem áherslur þeirra eru ólíkar.

Samsteypan samanstendur af flokki Ruttes, VVD, sem er sagður hægrisinnaður og vinsamlegur í garð stórfyrirtækja, D66, sem er afar frjálslyndur og talar meðal annars fyrir rétti kvenna til fóstureyðinga, auknum réttindum samkynhneigðra og er afar vinveittur Evrópusambandinu.

Hinir flokkarnir tveir eru hins vegar kristilegir flokkar af hægri kantinum sem sérfræðingar segjast eiga erfitt með að sjá fyrir sér að geti starfað með hinum frjálslyndu D66.


Tengdar fréttir

Rutte: Holland hafnaði popúlisma

Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, fagnaði sigri í nótt þegar ljóst var að flokkur hans, Frelsis- og lýðræðisflokkurinn, fékk flest atkvæði í þingkosningunum í g




Fleiri fréttir

Sjá meira


×