Enski boltinn

Kane kveðst aldrei hafa spilað betur - 13 mörk í september

Arnar Geir Halldórsson skrifar
13 mörk í síðustu sjö leikjum
13 mörk í síðustu sjö leikjum Vísir/Getty
Harry Kane batt enda á frábæran septembermánuð með því að skora tvö mörk í 0-4 sigri Tottenham á Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Enski framherjinn skoraði ekki eitt mark í ágústmánuði en tókst að skora þrettán mörk í sjö leikjum í september og jafnaði með því met Cristiano Ronaldo og Lionel Messi yfir flest mörk skoruð í einum mánuði.

Hann segir þetta líklega vera besta mánuðinn á ferlinum.

„Þetta er líklega besti mánuður á ferlinum hjá mér, sérstaklega af því að ágúst var eins og hann var. Mér líður vel og ég er fullur sjálfstrausts. Liðsfélagar mínir gera mér auðvelt fyrir með frábærri þjónustu og sem betur fer er ég að nýta færin vel,“ segir Kane.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur verið duglegur að hrósa Kane og hélt því áfram eftir leikinn í dag.

„Það er erfitt að tala um hann á þriggja daga fresti en hann er að spila stórkostlega. Hann skorar mörk og er fullur af orku. Hann pressar vel, vinnur vel án bolta og er algjörlega óaðfinnanlegur. Vonandi getur hann haldið þessu áfram.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×