Andri Rúnar: Hugurinn leitar út Smári Jökull Jónsson skrifar 30. september 2017 16:33 Andri Rúnar jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði nítjánda mark sitt í deildinni í dag. vísir/stefán „Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason eftir 2-1 sigur Grindavíkur á Fjölni þar sem hann jafnaði markamet efstu deildar með sínu nítjánda marki í Pepsi-deildinni í sumar. Markið kom á 88.mínútu en Grindvíkingar höfðu alls ekki verið líklegir til að skora fram að því í síðari hálfleiknum. „Ég var kominn með krampa þegar tuttugu mínútur voru eftir en ég var allan tímann bara að hugsa um að skora og það tókst.“ Andri Rúnar er þar með kominn í hóp með góðum mönnum. Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson áttu markametið saman og nú bætist Andri Rúnar við. Hvernig líst honum á félagsskapinn? „Það er geggjað. Gummi hringdi í mig áðan og ég spurði hvenær við færum út að borða saman strákarnir, vonandi verður það fljótlega,“ sagði Andri brosandi. Andri Rúnar kom til Grindavíkur frá Víkingi fyrir tímabilið og sagði að Óli Stefán Flóventsson þjálfari og Milan Stefán Jankovic aðstoðarþjálfari Grindavíkur eigi stóran þátt í hans velgengni. „Ég held að mörkin tali sínu máli. Það er magnað afrek, þó ég segi sjálfur frá, að ná í nitján mörk. Óli er geggjaður þjálfari og hann og Janko gerðu mig að miklu betri leikmanni heldur en ég var.“ Andri Rúnar er samningslaus eftir tímabilið en sagði ekkert komið á hreint hvað gerist eftir 15.október þegar samningur hans rennur út. „Ég er með menn sem eru að hjálpa mér í þessu. Hugurinn leitar út og vonandi gengur það eftir,“ sagði Andri Rúnar en hann sagði ekkert ákveðið hvort hann yrði áfram í Grindavík ef hann myndi spila á Íslandi. „Ég veit það ekki, það eina sem ég veit að ef ég verð áfram þá skora ég 20 mörk á næsta ári.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Fjölnir 2-1 │ Andri jafnaði markametið Andri Rúnar Bjarnason framherji Grindavíkur jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði sigurmark Grindavíkur í 2-1 sigrinum gegn Fjölni í Grindavík í dag. 30. september 2017 17:15 Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason eftir 2-1 sigur Grindavíkur á Fjölni þar sem hann jafnaði markamet efstu deildar með sínu nítjánda marki í Pepsi-deildinni í sumar. Markið kom á 88.mínútu en Grindvíkingar höfðu alls ekki verið líklegir til að skora fram að því í síðari hálfleiknum. „Ég var kominn með krampa þegar tuttugu mínútur voru eftir en ég var allan tímann bara að hugsa um að skora og það tókst.“ Andri Rúnar er þar með kominn í hóp með góðum mönnum. Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson áttu markametið saman og nú bætist Andri Rúnar við. Hvernig líst honum á félagsskapinn? „Það er geggjað. Gummi hringdi í mig áðan og ég spurði hvenær við færum út að borða saman strákarnir, vonandi verður það fljótlega,“ sagði Andri brosandi. Andri Rúnar kom til Grindavíkur frá Víkingi fyrir tímabilið og sagði að Óli Stefán Flóventsson þjálfari og Milan Stefán Jankovic aðstoðarþjálfari Grindavíkur eigi stóran þátt í hans velgengni. „Ég held að mörkin tali sínu máli. Það er magnað afrek, þó ég segi sjálfur frá, að ná í nitján mörk. Óli er geggjaður þjálfari og hann og Janko gerðu mig að miklu betri leikmanni heldur en ég var.“ Andri Rúnar er samningslaus eftir tímabilið en sagði ekkert komið á hreint hvað gerist eftir 15.október þegar samningur hans rennur út. „Ég er með menn sem eru að hjálpa mér í þessu. Hugurinn leitar út og vonandi gengur það eftir,“ sagði Andri Rúnar en hann sagði ekkert ákveðið hvort hann yrði áfram í Grindavík ef hann myndi spila á Íslandi. „Ég veit það ekki, það eina sem ég veit að ef ég verð áfram þá skora ég 20 mörk á næsta ári.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Fjölnir 2-1 │ Andri jafnaði markametið Andri Rúnar Bjarnason framherji Grindavíkur jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði sigurmark Grindavíkur í 2-1 sigrinum gegn Fjölni í Grindavík í dag. 30. september 2017 17:15 Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Fjölnir 2-1 │ Andri jafnaði markametið Andri Rúnar Bjarnason framherji Grindavíkur jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði sigurmark Grindavíkur í 2-1 sigrinum gegn Fjölni í Grindavík í dag. 30. september 2017 17:15