Innlent

Forseti Íslands tók syndandi á móti á móti sjósundsköppum

Anton Egilsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa
Tæplega þrjátíu manns tóku sig til í dag og syntu boðsund frá Ægissíðu í Reykjavík að Bessastöðum. Guðni Th Jóhannsson, forseti Íslands, tók á móti sundfólkinu en hann segist ekki efast um heilsugildi sjósunds.

Sundið var skipulagt Sjósundsfélagi Íslands en björgunarsveit Ársæls ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hjálpuðu til við að allt færi vel. Hópurinn fór af stað frá Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur klukkan tvö í dag. 

Forsetinn skellti sér til sunds þegar um það bil 100 metrar voru eftir af boðsundsleiðinni og synti á móti hópnum. Þegar komið var á Bessastaði fengu sjósundskapparnir að ylja sér í heitum potti hjá forsetanum.

Hægt er að sjá meira af sundinu í myndspilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×