Handbolti

Seinni bylgjan gerir upp fjórðu umferðina og september mánuð í Olís deildunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Seinni bylgjan verður á dagskrá í allan vetur
Seinni bylgjan verður á dagskrá í allan vetur
Farið var yfir 4. umferð Olís-deildar karla í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær.

Theodór Sigurbjörnsson fór hamförum í liði ÍBV í sigri á Víkingi og skoraði 14 mörk. Hann var valinn Nocco leikmaður umferðarinnar.

Theodór kom að sjálfsögðu einnig fyrir í liði umferðarinnar sem innihélt einnig ÍR-ingana Sturla Ásgeirsson og Elías Bóasson, Orra Frey Gíslason hjá Val, markvörðinn unga Viktor Gísla Hallgrímsson, Haukamanninn Daníel Þór Ingason og Gísli Þorgeir Kristjánsson var í liðinu en hann er komin aftur eftir meiðsli á olnboga.

Þjálfari umferðarinnar var Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram.

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson var valinn Gform hörkutól umferðarinna fyrir að stökkva inn í teig og blaka boltanum í netið.

Sérfræðingarnir gerðu einnig upp septembermánuð og völdu lið mánaðarins hjá konum og körlum.

Í liði september karla meginn eru Björgvin Páll Gústafsson, Sturla Ásgeirsson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Ægir Hrafn Jónsson, Daníel Þór Ingason, Ásbjörn Friðriksson og Ari Magnús Þorgeirsson.

Þjálfari mánaðarins er Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.

Kvenna meginn er lið september skipað þeim Guðrúnu Ósk Maríasdóttur, Kristjönu Björk Steinarsdóttur, Karólínu Bæhrenz, Perlu Ruth Albertsdóttur, Diönu Satkauskaite, Sigurbjörgu Jóhannsdóttur og Þórey Önnu Ásgeirsdóttur.

Þjálfari september er Hrafnhildur Skúladóttir.

Valið á leikmönnum mánaðarins er í höndum þjóðanna, og hægt er að kjósa þá bestu hér.

Nocco leikmaður umferðarinnar
Lið umferðarinnar
Gform hörkutól umferðarinnar
Karlalið septembermánaðar
Kvennalið septembermánaðar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×