Enski boltinn

Birkir er verri en Djemba-Djemba

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir í leiknum gegn Middlesbrough.
Birkir í leiknum gegn Middlesbrough. vísir/getty
Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Aston Villa sem tapaði 0-2 fyrir Middlesbrough í 3. umferð enska deildabikarsins í fyrradag.

Íslenski landsliðsmaðurinn fann sig ekki í leiknum og fékk að heyra það frá stuðningsmönnum Villa á Twitter.

Vefsíðan HITC tók saman nokkur tíst stuðningsmanna Villa um Birki.

Einn þeirra gekk svo langt að segja að Birkir væri verri en Eric Djemba-Djemba, Kamerúninn sem gekk til liðs við Villa eftir misheppnaða dvöl hjá Manchester United.

Eric Djemba-Djemba átti ekki góða tíma í enska boltanum.vísir/getty
Einn stuðningsmaður Villa tók þó upp hanskann fyrir Birki og sagði að hann hefði glímt við meiðsli og verið spilað út úr stöðu.

Birkir gekk til liðs við Villa frá Basel í upphafi ársins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×