Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Konu á fimmtugsaldri var ráðinn bani á heimili sínu í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Tveir voru handteknir á staðnum en öðrum þeirra var sleppt í dag. Hinn maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.

Í fréttatímanum ræðum við líka við móður sem gaf 19 mánaða gömlu barni sínu spritt í stað hægðalyfja vegna mistaka í afgreiðslu apóteks. Lyfjastofnun lítur málið alvarlegum augum og er með það til skoðunar.

Við verðum líka á léttari nótum í fréttatímanum og hittum þýska flökkusveina sem ferðast nú um landið og vinna fyrir sér, en ætlast ekki til að fá greitt. Þá verðum við í beinni frá hátíðartónleikum sem Stórsveit Reykjavíkur heldur í Eldborgarsal Hörpu í kvöld í tilefni aldarafmælis Ellu Fitzgerald.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu 1830.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×