Enski boltinn

Klopp hefur áhyggjur af varnarleik Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hvernig ætlar Klopp að leysa þetta?
Hvernig ætlar Klopp að leysa þetta? vísir/getty
Varnarleikur Liverpool hefur verið skelfilegur í vetur og stjóri liðsins, Jürgen Klopp, viðurkennir að það hafi tekið á hann að horfa upp á varnarmenn liðsins.

Liverpool er búið að fá á sig ellefu mörk í sex leikjum í úrvalsdeildinni. Aðeins Crystal Palace, West Ham og Leicester og hafa fengið á sig fleiri mörk í vetur.

Liðið var svo ekki fjarri því að kasta frá sér unnum leik gegn Leicester um nýliðna helgi en slapp með 3-2 sigur.

„Það dylst engum að við erum að fá á okkur of mörg mörk. Það er erfitt fyrir mig að sjá það. Ég er venjulega mjög góður varnarþjálfari en það hefur augljóslega ekki verið að ganga upp hjá mér í vetur,“ sagði Klopp svekktur.

Margir stuðningsmenn félagsins hafa furðað sig á því af hverju Þjóðverjinn hafi ekki verslað varnarmenn í sumar eftir að ljóst var að Virgil van Dijk væri ekki að koma til liðsns.

„Ég held að þetta verði í lagi hjá okkur. Ég hef trú á þessum hóp sem ég er með. Við ætlum að hjálpa hvor öðrum að verða betri í vetur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×