Handbolti

Fyrrum landsliðsmaður nýr markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Sigurðsson.
Bjarki Sigurðsson. Vísir/Getty
Bjarki Sigurðsson hefur verið ráðinn í stöðu markaðsstjóra HSÍ og mun hafa umsjón með markaðs- og kynningarstörfum sambandsins en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu HSÍ.

Bjarki er 37 ára gamall og fyrrum leikmaður Vals í handknattleik en hann var á árum áður unglingalandsliðsmaður auk þess að eiga nokkra leiki með A landsliðinu.

Bjarki Sigurðsson er yngri bróðir Dags Sigurðssonar, núverandi þjálfara japanska landsliðsins í handbolta en faðir þeirra var landsliðsmarkvörðurinn Sigurður Dagsson.

Eftir að ferlinum lauk hóf Bjarki störf hjá markaðsdeild 365 þar sem hann starfaði á árunum 2007 til 2014 en hann vann meðal annars sem verkefnastjóri Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Þá hefur hann starfað á markaðsdeild Símans og hjá Skjá Einum. Bjarki starfaði nú síðast sem markaðsstjóri Bílanausts.

Hann hefur einnig vakið athygli sem tónlistarmaður þar sem hann gaf meðal annars út plötuna Good Morning mr. Evening undir listamannsnafninu B.Sig árið 2007 og er einn af aðalmönnunum í hljómsveitinni Mono Town sem gaf út plötuna In the Eye of the Storm árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×