Fengu leyfi til að gefa hryssu nafnið Mósan Benedikt Bóas skrifar 27. september 2017 06:00 Hryssan Mósan gengur hér í forustu með öðrum hrossum frá Skeggsstöðum. Hún er þriggja vetra, móálótt að lit. Mynd/Skeggsstaðir Guðrún Hrafnsdóttir, hrossabóndi á Skeggsstöðum og eigandi hryssunnar Mósunnar, fékk ánægjulegt símtal seint á mánudagskvöld. Þar var henni tjáð að búið væri að fara yfir nafnareglur WorldFeng og að ekki væri meiningin að banna nöfn með greini. Mósan er því komin inn í gagnabankann og gekk Guðrún frá pappírunum í gær. „Það var hringt í mig og mér tjáð að það ætti að leyfa allt íslenskt, jafnvel þótt það væri með greini. Það á að taka strangt á erlendum nöfnum og sum þurfa að fara í skoðun hjá nefndinni en það á að leyfa nöfn með greini,“ segir Guðrún sem var eðlilega kát og glöð með málalyktir. Hún segist alveg hafa verið tilbúin að fara með málið lengra og halda uppi vörnum til að geta kallað hryssuna áfram Mósuna. Frétt Fréttablaðsins seint í ágúst vakti mikla athygli, ekki aðeins hér á Íslandi heldur út fyrir landsteinana. Þannig fjallaði BBC meðal annars um málið og útvarpsarmur fjölmiðlarisans CBC frá Kanada tók málið upp á sína arma. Nafninu Mósan var hafnað með þeim rökum að nöfn með greini brytu í bága við íslenska nafnahefð og að sérnöfn væru nokkurs konar jafngildi orða með greini. Hestanafnanefndin, sem tveir aðilar sitja í, var sett á laggirnar af illri nauðsyn. Nánast allir hestaeigendur nefndu hrossin sín góðum og gildum íslenskum nöfnum en ekki allir. Sumir gáfu íslenskum hrossum klúr nöfn og með ruddalegri merkingu og því var ákveðið að grípa inn í. „Ég er sátt og bakka bara út úr öllu enda fullnaðarsigur,“ segir Guðrún hress og kát sem fyrr. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslenska ríkið valdalaust gagnvart hestanafnanefnd Ríkið hefur enga aðkomu að reglum um nafngiftir á íslenskum hestum sem skráðir eru í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng. Þetta segir í bréfi sem Guðrún Hrafnsdóttir, hrossabóndi á Skeggsstöðum, hefur fengið frá innanríkisráðuneytinu. 1. september 2017 07:00 Klúr kláraheiti kölluðu á hestanafnanefndina Dæmi voru um að íslensk hross fengju nöfn með ruddalegri meiningu eða sem voru jafnvel klúr. Það var af illri nauðsyn sem Nafnanefnd íslenska hestsins var sett á laggirnar til að grípa inn í. 25. ágúst 2017 06:00 Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Guðrún Hrafnsdóttir, hrossabóndi á Skeggsstöðum og eigandi hryssunnar Mósunnar, fékk ánægjulegt símtal seint á mánudagskvöld. Þar var henni tjáð að búið væri að fara yfir nafnareglur WorldFeng og að ekki væri meiningin að banna nöfn með greini. Mósan er því komin inn í gagnabankann og gekk Guðrún frá pappírunum í gær. „Það var hringt í mig og mér tjáð að það ætti að leyfa allt íslenskt, jafnvel þótt það væri með greini. Það á að taka strangt á erlendum nöfnum og sum þurfa að fara í skoðun hjá nefndinni en það á að leyfa nöfn með greini,“ segir Guðrún sem var eðlilega kát og glöð með málalyktir. Hún segist alveg hafa verið tilbúin að fara með málið lengra og halda uppi vörnum til að geta kallað hryssuna áfram Mósuna. Frétt Fréttablaðsins seint í ágúst vakti mikla athygli, ekki aðeins hér á Íslandi heldur út fyrir landsteinana. Þannig fjallaði BBC meðal annars um málið og útvarpsarmur fjölmiðlarisans CBC frá Kanada tók málið upp á sína arma. Nafninu Mósan var hafnað með þeim rökum að nöfn með greini brytu í bága við íslenska nafnahefð og að sérnöfn væru nokkurs konar jafngildi orða með greini. Hestanafnanefndin, sem tveir aðilar sitja í, var sett á laggirnar af illri nauðsyn. Nánast allir hestaeigendur nefndu hrossin sín góðum og gildum íslenskum nöfnum en ekki allir. Sumir gáfu íslenskum hrossum klúr nöfn og með ruddalegri merkingu og því var ákveðið að grípa inn í. „Ég er sátt og bakka bara út úr öllu enda fullnaðarsigur,“ segir Guðrún hress og kát sem fyrr.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslenska ríkið valdalaust gagnvart hestanafnanefnd Ríkið hefur enga aðkomu að reglum um nafngiftir á íslenskum hestum sem skráðir eru í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng. Þetta segir í bréfi sem Guðrún Hrafnsdóttir, hrossabóndi á Skeggsstöðum, hefur fengið frá innanríkisráðuneytinu. 1. september 2017 07:00 Klúr kláraheiti kölluðu á hestanafnanefndina Dæmi voru um að íslensk hross fengju nöfn með ruddalegri meiningu eða sem voru jafnvel klúr. Það var af illri nauðsyn sem Nafnanefnd íslenska hestsins var sett á laggirnar til að grípa inn í. 25. ágúst 2017 06:00 Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Íslenska ríkið valdalaust gagnvart hestanafnanefnd Ríkið hefur enga aðkomu að reglum um nafngiftir á íslenskum hestum sem skráðir eru í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng. Þetta segir í bréfi sem Guðrún Hrafnsdóttir, hrossabóndi á Skeggsstöðum, hefur fengið frá innanríkisráðuneytinu. 1. september 2017 07:00
Klúr kláraheiti kölluðu á hestanafnanefndina Dæmi voru um að íslensk hross fengju nöfn með ruddalegri meiningu eða sem voru jafnvel klúr. Það var af illri nauðsyn sem Nafnanefnd íslenska hestsins var sett á laggirnar til að grípa inn í. 25. ágúst 2017 06:00
Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar. 24. ágúst 2017 06:00