Körfubolti

Líkir LeBron við Benjamin Button

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LeBron James er að hefja sitt fimmtánda tímabil í NBA-deildinni.
LeBron James er að hefja sitt fimmtánda tímabil í NBA-deildinni. vísir/getty
Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, segir að LeBron James sé eins og Benjamin Button; hann eldist aftur á bak.

„Hann virðist vera yngri og hafa meira gaman að leiknum núna. Ég kalla hann Benjamin Button. Hann nýtur leiksins og vonandi heldur það áfram allt tímabilið og fram í úrslitakeppnina,“ sagði Lue um James sem verður 33 ára í desember.

James spilaði mest allra leikmanna NBA-deildarinnar á síðasta tímabili, eða 37,8 mínútur að meðaltali í leik.

„Ég mun örugglega bæta einni mínútu við leiktímann hans,“ sagði Lue með bros á vör.

Það hefur verið nóg að gera á skrifstofunni hjá Cleveland í sumar en liðið hefur fengið Isiah Thomas, Dwayne Wade, Jae Crowder, José Calderón, Jeff Green, Cedi Osman og Derrick Rose. Kyrie Irving fór hins vegar til Boston Celtics.

Cleveland hefur komist í úrslit NBA-deildarinnar undanfarin þrjú ár.

NBA

Tengdar fréttir

Dwyane Wade verður liðsfélagi LeBron James á ný

Dwyane Wade hefur tekið ákvörðun um að ganga til liðs við Cleveland Cavaliers og spila með liðinu í NBA-deildinni á komandi tímabili samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla.

LeBron var til í að afhenda Kyrie lyklana

LeBron James er ekki sár út í Kyrie Irving fyrir að yfirgefa Cleveland þó svo hann hafi verið til í að afhenda honum lyklana að liðinu fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×