Enski boltinn

Fékk þriggja leikja bann fyrir að traðka á mótherja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tomer Hemed hefur leikið með Brighton síðan 2015.
Tomer Hemed hefur leikið með Brighton síðan 2015. vísir/getty
Tomer Hemed, framherji Brighton, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins.

Hemed kom mikið við sögu í 1-0 sigrinum á Newcastle United á sunnudaginn. Ísraelinn skoraði eina mark leiksins og skömmu fyrir leikslok traðkaði hann á DeAndre Yedlin, varnarmanni Newcastle.

Atvikið fór framhjá dómurum leiksins en náðist á myndband.

Hemed missir af heimaleik gegn Everton og útileikjum gegn Arsenal og West Ham.

Hemed hefur skorað tvö mörk í sex leikjum fyrir Brighton í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Brighton sigraði nýliðaslaginn

Brighton Albion og Newcastle mættust í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag en bæði lið hafa staðið sig framar vonum í byrjun tímabils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×