Konur fagna afléttingu akstursbanns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. september 2017 06:00 Konum í Sádi-Arabíu verður brátt heimilt að keyra. Nordicphotos/AFP Nordicphotos/AFP „Ég trúði þessu ekki. Ég fór bara að hlæja, hoppa og öskra. Þetta er mikill sigur,“ sagði Sahar Nassif, sádiarabísk baráttukona, í viðtali við BBC í gær en í fyrrinótt gaf Salman konungur tilskipun þess efnis að konum yrði heimilt að keyra bíla. Sagðist Nassif ætla að kaupa draumabílinn sinn af þessu tilefni, svartan og gulan Mustang blæjubíl. Mikil fagnaðarlæti voru í Persaflóaríkinu vegna tíðindanna í gær. „Þetta er risavaxið skref fyrir konur. Það er frábært að sjá konur við stýrið, bæði bókstaflega og í táknrænni merkingu. Feðraveldið er hægt en örugglega að breytast í jafnréttisríki. Þetta er stórkostlegt. Þetta eru fyrstu skrefin í átt að frelsi,“ sagði hin 26 ára Sultana al-Saud í samtali við The Guardian í gær. Manal al-Sharif, einn skipuleggjenda Women2Drive herferðarinnar, sem hefur jafnframt verið fangelsuð fyrir að setjast undir stýri í Sádi-Arabíu, fagnaði tíðindunum á Twitter og sagði að Sádi-Arabía yrði aldrei söm. „Regnið byrjar með stökum dropa,“ tísti al-Sharif. Er þetta annar jafnréttissigur kvenna á skömmum tíma en þeim var í fyrsta skipti heimilt að taka þátt í að fagna þjóðhátíðardegi Sádi-Araba á mánudag. Með tilskipun konungs varð Sádi-Arabía síðasta ríki heims til þess að leyfa konum að keyra. Aðeins karlmenn hafa hingað til mátt taka bílpróf og hættu konur sem keyrðu á að verða handteknar og sektaðar. Næstu skref eru þau að sérstök nefnd verður skipuð til þess að ráðleggja stjórnvöldum um hvernig sé best að aflétta banninu. Verður tilskipunin síðan að lögum þann 24. júní árið 2018. Khaled bin Salman, prins og sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að konur þyrftu jafnframt ekki leyfi karlmanns til þess að taka bílpróf og að þær mættu keyra hvar sem þær vildu. Alþjóðasamfélagið tók þátt í fagnaðarlátunum og var António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ánægður með skrefið. „Ég styð ákvörðun Sádi-Araba um að aflétta banni við akstri kvenna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt,“ tísti Guterres. Ekki hafa þó allir Sádi-Arabar tekið tíðindunum fagnandi en ríkið er eitt það íhaldssamasta í heiminum þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Greinir BBC frá því að íhaldssömustu raddirnar hafi sagt ríkisstjórnina brjóta sjaríalög. Langt er þó í land fyrir sádiarabískar konur. Þurfa þær til að mynda að hlýða ströngum lögum um klæðaburð, þær mega ekki gefa sig á tal við ókunnuga karlmenn og verða að vera í fylgd karlmanns, eða fá skriflegt samþykki karlmanns, vilji þær ferðast, vinna eða sækja þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Sjá meira
„Ég trúði þessu ekki. Ég fór bara að hlæja, hoppa og öskra. Þetta er mikill sigur,“ sagði Sahar Nassif, sádiarabísk baráttukona, í viðtali við BBC í gær en í fyrrinótt gaf Salman konungur tilskipun þess efnis að konum yrði heimilt að keyra bíla. Sagðist Nassif ætla að kaupa draumabílinn sinn af þessu tilefni, svartan og gulan Mustang blæjubíl. Mikil fagnaðarlæti voru í Persaflóaríkinu vegna tíðindanna í gær. „Þetta er risavaxið skref fyrir konur. Það er frábært að sjá konur við stýrið, bæði bókstaflega og í táknrænni merkingu. Feðraveldið er hægt en örugglega að breytast í jafnréttisríki. Þetta er stórkostlegt. Þetta eru fyrstu skrefin í átt að frelsi,“ sagði hin 26 ára Sultana al-Saud í samtali við The Guardian í gær. Manal al-Sharif, einn skipuleggjenda Women2Drive herferðarinnar, sem hefur jafnframt verið fangelsuð fyrir að setjast undir stýri í Sádi-Arabíu, fagnaði tíðindunum á Twitter og sagði að Sádi-Arabía yrði aldrei söm. „Regnið byrjar með stökum dropa,“ tísti al-Sharif. Er þetta annar jafnréttissigur kvenna á skömmum tíma en þeim var í fyrsta skipti heimilt að taka þátt í að fagna þjóðhátíðardegi Sádi-Araba á mánudag. Með tilskipun konungs varð Sádi-Arabía síðasta ríki heims til þess að leyfa konum að keyra. Aðeins karlmenn hafa hingað til mátt taka bílpróf og hættu konur sem keyrðu á að verða handteknar og sektaðar. Næstu skref eru þau að sérstök nefnd verður skipuð til þess að ráðleggja stjórnvöldum um hvernig sé best að aflétta banninu. Verður tilskipunin síðan að lögum þann 24. júní árið 2018. Khaled bin Salman, prins og sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að konur þyrftu jafnframt ekki leyfi karlmanns til þess að taka bílpróf og að þær mættu keyra hvar sem þær vildu. Alþjóðasamfélagið tók þátt í fagnaðarlátunum og var António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ánægður með skrefið. „Ég styð ákvörðun Sádi-Araba um að aflétta banni við akstri kvenna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt,“ tísti Guterres. Ekki hafa þó allir Sádi-Arabar tekið tíðindunum fagnandi en ríkið er eitt það íhaldssamasta í heiminum þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Greinir BBC frá því að íhaldssömustu raddirnar hafi sagt ríkisstjórnina brjóta sjaríalög. Langt er þó í land fyrir sádiarabískar konur. Þurfa þær til að mynda að hlýða ströngum lögum um klæðaburð, þær mega ekki gefa sig á tal við ókunnuga karlmenn og verða að vera í fylgd karlmanns, eða fá skriflegt samþykki karlmanns, vilji þær ferðast, vinna eða sækja þjónustu innan heilbrigðiskerfisins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Sjá meira