Konur fagna afléttingu akstursbanns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. september 2017 06:00 Konum í Sádi-Arabíu verður brátt heimilt að keyra. Nordicphotos/AFP Nordicphotos/AFP „Ég trúði þessu ekki. Ég fór bara að hlæja, hoppa og öskra. Þetta er mikill sigur,“ sagði Sahar Nassif, sádiarabísk baráttukona, í viðtali við BBC í gær en í fyrrinótt gaf Salman konungur tilskipun þess efnis að konum yrði heimilt að keyra bíla. Sagðist Nassif ætla að kaupa draumabílinn sinn af þessu tilefni, svartan og gulan Mustang blæjubíl. Mikil fagnaðarlæti voru í Persaflóaríkinu vegna tíðindanna í gær. „Þetta er risavaxið skref fyrir konur. Það er frábært að sjá konur við stýrið, bæði bókstaflega og í táknrænni merkingu. Feðraveldið er hægt en örugglega að breytast í jafnréttisríki. Þetta er stórkostlegt. Þetta eru fyrstu skrefin í átt að frelsi,“ sagði hin 26 ára Sultana al-Saud í samtali við The Guardian í gær. Manal al-Sharif, einn skipuleggjenda Women2Drive herferðarinnar, sem hefur jafnframt verið fangelsuð fyrir að setjast undir stýri í Sádi-Arabíu, fagnaði tíðindunum á Twitter og sagði að Sádi-Arabía yrði aldrei söm. „Regnið byrjar með stökum dropa,“ tísti al-Sharif. Er þetta annar jafnréttissigur kvenna á skömmum tíma en þeim var í fyrsta skipti heimilt að taka þátt í að fagna þjóðhátíðardegi Sádi-Araba á mánudag. Með tilskipun konungs varð Sádi-Arabía síðasta ríki heims til þess að leyfa konum að keyra. Aðeins karlmenn hafa hingað til mátt taka bílpróf og hættu konur sem keyrðu á að verða handteknar og sektaðar. Næstu skref eru þau að sérstök nefnd verður skipuð til þess að ráðleggja stjórnvöldum um hvernig sé best að aflétta banninu. Verður tilskipunin síðan að lögum þann 24. júní árið 2018. Khaled bin Salman, prins og sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að konur þyrftu jafnframt ekki leyfi karlmanns til þess að taka bílpróf og að þær mættu keyra hvar sem þær vildu. Alþjóðasamfélagið tók þátt í fagnaðarlátunum og var António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ánægður með skrefið. „Ég styð ákvörðun Sádi-Araba um að aflétta banni við akstri kvenna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt,“ tísti Guterres. Ekki hafa þó allir Sádi-Arabar tekið tíðindunum fagnandi en ríkið er eitt það íhaldssamasta í heiminum þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Greinir BBC frá því að íhaldssömustu raddirnar hafi sagt ríkisstjórnina brjóta sjaríalög. Langt er þó í land fyrir sádiarabískar konur. Þurfa þær til að mynda að hlýða ströngum lögum um klæðaburð, þær mega ekki gefa sig á tal við ókunnuga karlmenn og verða að vera í fylgd karlmanns, eða fá skriflegt samþykki karlmanns, vilji þær ferðast, vinna eða sækja þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Sjá meira
„Ég trúði þessu ekki. Ég fór bara að hlæja, hoppa og öskra. Þetta er mikill sigur,“ sagði Sahar Nassif, sádiarabísk baráttukona, í viðtali við BBC í gær en í fyrrinótt gaf Salman konungur tilskipun þess efnis að konum yrði heimilt að keyra bíla. Sagðist Nassif ætla að kaupa draumabílinn sinn af þessu tilefni, svartan og gulan Mustang blæjubíl. Mikil fagnaðarlæti voru í Persaflóaríkinu vegna tíðindanna í gær. „Þetta er risavaxið skref fyrir konur. Það er frábært að sjá konur við stýrið, bæði bókstaflega og í táknrænni merkingu. Feðraveldið er hægt en örugglega að breytast í jafnréttisríki. Þetta er stórkostlegt. Þetta eru fyrstu skrefin í átt að frelsi,“ sagði hin 26 ára Sultana al-Saud í samtali við The Guardian í gær. Manal al-Sharif, einn skipuleggjenda Women2Drive herferðarinnar, sem hefur jafnframt verið fangelsuð fyrir að setjast undir stýri í Sádi-Arabíu, fagnaði tíðindunum á Twitter og sagði að Sádi-Arabía yrði aldrei söm. „Regnið byrjar með stökum dropa,“ tísti al-Sharif. Er þetta annar jafnréttissigur kvenna á skömmum tíma en þeim var í fyrsta skipti heimilt að taka þátt í að fagna þjóðhátíðardegi Sádi-Araba á mánudag. Með tilskipun konungs varð Sádi-Arabía síðasta ríki heims til þess að leyfa konum að keyra. Aðeins karlmenn hafa hingað til mátt taka bílpróf og hættu konur sem keyrðu á að verða handteknar og sektaðar. Næstu skref eru þau að sérstök nefnd verður skipuð til þess að ráðleggja stjórnvöldum um hvernig sé best að aflétta banninu. Verður tilskipunin síðan að lögum þann 24. júní árið 2018. Khaled bin Salman, prins og sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að konur þyrftu jafnframt ekki leyfi karlmanns til þess að taka bílpróf og að þær mættu keyra hvar sem þær vildu. Alþjóðasamfélagið tók þátt í fagnaðarlátunum og var António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ánægður með skrefið. „Ég styð ákvörðun Sádi-Araba um að aflétta banni við akstri kvenna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt,“ tísti Guterres. Ekki hafa þó allir Sádi-Arabar tekið tíðindunum fagnandi en ríkið er eitt það íhaldssamasta í heiminum þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Greinir BBC frá því að íhaldssömustu raddirnar hafi sagt ríkisstjórnina brjóta sjaríalög. Langt er þó í land fyrir sádiarabískar konur. Þurfa þær til að mynda að hlýða ströngum lögum um klæðaburð, þær mega ekki gefa sig á tal við ókunnuga karlmenn og verða að vera í fylgd karlmanns, eða fá skriflegt samþykki karlmanns, vilji þær ferðast, vinna eða sækja þjónustu innan heilbrigðiskerfisins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Sjá meira