Fótbolti

Jafntefli hjá Arnóri og Viðari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Ingvi kom til AEK frá Rapid Vín í sumar
Arnór Ingvi kom til AEK frá Rapid Vín í sumar vísir/getty
Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leikin fyrir Maccabi Tel Aviv gegn Villarreal í Evrópudeild UEFA í kvöld.

Viðari, sem var valinn í landsliðshóp Heimis Hallgrímssonar í dag, tókst ekki að skora á 90 mínútum en það gerði enginn leikmaður á vellinum og lauk með 0-0 jafntefli.

Maccabi fékk sitt fyrsta stig í riðlinum með jafnteflinu, en liðið tapaði fyrir Slavia Prague í fyrstu umferðinni.

Arnór Ingvi Traustason sat allan leikinn á bekknum þegar lið hans AEK frá Aþenu fékk fyrrum erkifjendur Arnórs, Austria Vín, í heimsókn.

Leikurinn endaði í 2-2 jafntefli. Christoph Monschein og Ismael Tajouri skoruðu fyrir gestina, en Marko Livaja skoraði bæði mörk AEK.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×