Körfubolti

NBA-liðin verða hér eftir sektuð fyrir að hvíla leikmenn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James missir ekki af mörgum leikjum en þetta kvöld fékk hann frí.
LeBron James missir ekki af mörgum leikjum en þetta kvöld fékk hann frí. Vísir/Getty
NBA-deildin samþykkti athyglisverðar reglubreytingar í gær í tengslum við nýliðavalið og varðandi það að liðin mega ekki lengur hvíla leikmenn að óþörfu.

Stjórn NBA-deildararnar var tilbúin að fylgja eftir skoðun yfirmannsins Adam Silver sem hefur talað mikið fyrir báðum breytingum. Þessar reglubreytingar koma því ekki mikið á óvart.

Báðar breytingar eiga að stuðla því að auka skemmtanagildi í NBA-deildinni, fækka leikjum þar sem stjörnurnar eru hvíldar eða leikjum þar sem lélegu liðin hætta að reyna að vinna.

NBA-liðin mega ekki lengur mæta í leiki með varamenn sína og þá eiga þessar reglubreytingar að stuðla að því að lélegustu liðin græði ekki eins mikið á því að vera með lélegasta árangurinn í deildinni.

Lélegasta liðið í deildinni hefur hingað til átt 25 prósent möguleika á því að ná fyrsta valrétti í nýliðavalinu en nú eiga þrjá neðstu liðin öll fjórtán prósent möguleika á því að fá fyrsta valrétt.

Hér fyrir neðan má sjá breytingar á líkum lélegustu liðanna að fá efstu valréttina en þetta verður þó ekki tekið upp fyrr en í nýliðavalinu 2019.



Með hinni breytingunni er verið að reyna að koma í veg fyrir þá slæmu þróun síðustu tímabil að NBA-þjálfararnir voru mikið farnir að hvíla sína bestu leikmenn í leikjum þegar álagið var mikið og það oft þegar leikirnir voru sendir út í beinni stjórnvarpútsendingu á stóru stöðvunum.

NBA-deildin er þegar búin að dreifa úr leikjadagskránni og fækka þeim tilfellum sem liðin spila kvöld eftir kvöld.





Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, fær nú leyfi til þess að sekta félög hvíli þau leikmenn þegar engin ástæða er til og eða að þau hvíla ómeidda  leikmenn í leikjum sem eru sýndir á ESPN, ABC eða TNT sjónvarpsstöðvunum.

Liðunum er einnig ráðlagt það að hvíla leikmenn í heimaleikjum sé þörf á því og ef að leikmenn fá frí í leik þá þurfa þeir engu að síður að vera á bekknum og gefa færi á sér með stuðningsmönnum fyrir leik.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×