Enski boltinn

Mourinho gekk út úr viðtali hjá BBC

Það fór vel á með Hughes og Mourinho fyrir leik en þeir tókust á á hliðarlínunni á meðan leik stóð.
Það fór vel á með Hughes og Mourinho fyrir leik en þeir tókust á á hliðarlínunni á meðan leik stóð. Vísir/getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var ósáttur er blaðamaður BBC spurði hann út í orð Mark Hughes um að sá portúgalski hefði neitað að taka í hönd hans eftir 2-2 jafntefli gegn Stoke í gær.

Mourinho og Hughes voru duglegir að láta í sér heyra á hliðarlínunni í gær en á einum tímapunkti óskaði Hughes eftir því að Mourinho myndi ekki stíga inn á svæði sitt.

Sakaði hann Mourinho um að hafa neitað að taka í hönd sína að leik loknum en þegar sá portúgalski var spurður að þessu að leikslokum var hann fámæltur.

Sagðist hann lítið vilja ræða þetta áður en hann sakaði blaðamann BBC um að láta sig líta illa út og gekk að lokum út úr viðtalinu en viðtalið má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×