Lífið

Friðrik Dór og Jón stýrðu óvæntum fjöldasöng í stiganum í Hörpu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þeir bræður er yfirleitt frekar hressir.
Þeir bræður er yfirleitt frekar hressir. Vísir/Stefán
Óvæntur fjöldasöngur braust út í stiganum í Hörpu í gær eftir tónleika Friðriks Dórs sem voru haldnir í gær. Hann og bróðir hans Jón sungu lagið vinsæla Í síðasta skipti ásamt vinum og vandamönnum.

Fjöldasöngurinn braust út að tónleikum loknum. Friðrik Dór, ásamt föruneyti, var á leið úr græna herberginu svokallaða.

Svo virðist sem að skyndilega hafi verið tekin ákvörðun um að kveðja mannskapinn með einu lagi. Jón spilaði á gítar, Friðrik Dór söng og hópurinn tók vel undir.

Fjöldasöngurinn náðist á myndband sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×