Lífið

Stórundarlegt viðtal við Jim Carrey: Ég og þú erum ekki einu sinni til

Stefán Árni Pálsson skrifar
Carrey hefur vakið mikla athygli fyrir þetta sérstaka viðtal.
Carrey hefur vakið mikla athygli fyrir þetta sérstaka viðtal.
Leikarinn Jim Carrey vakti mikla athygli um helgina þegar hann mætti í viðtal til Catt Sadler á rauðadreglinum á tískuvikunni í New York.

Carrey var greinilega ekkert sérstaklega hrifinn af tískuvikunni og lét hann spyrilinn heldur betur vita af því.

Carrey byrjaði viðtalið á því að ganga í kring um spyrilinn og brá henni augljóslega mjög. Í framhaldinu fannst honum spurningar hennar algjörlega fáránlegar og allt umstangið í kringum tískuvikuna til skammar.

„Ég hugsaði bara með mér hvað væri það allra fáránlegasta sem ég gæti mætt í og skellti mér. Þetta er allt svo ótrúlega tilgangslaust,“ sagði Carrey í þessu sérstaka viðtali sem hefur vakið mikla athygli.

Kærasta Carrey framdi sjálfmorð árið 2015 og hefur það haft mikil áhrif á leikarann.Cathriona White fannst látin á heimili sínu í Los Angeles þann 28. september árið 2015. Sadler hélt áfram að reyna fá Carrey til að tala.

„Þú ert ekki einu sinni til en ég finn aftur á móti góða lykt af ilmvatni. Ég er heldur ekki til og það eru bara hlutir að gerast í kringum okkur.“

Hér að neðan má sjá þetta stórundarlega viðtal við leikarann vinsæla.


Tengdar fréttir

Kærasta Jim Carrey fyrirfór sér

Cathriona White fannst látin á heimili í Los Angeles í gærkvöldi. Hún og leikarinn Jim Carrey hafa verið par frá árinu 2012 með hléum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×