Viðskipti innlent

Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi

Birgir Olgeirsson skrifar
Viðræðurnar snúast um 60 milljónir punda.
Viðræðurnar snúast um 60 milljónir punda. Vísir/AFP

Kaupsýslumaðurinn Ajay Khaitan er sagður í viðræðum við Kaupþing ehf. Um kaup á tískukeðjunum Oasis, Warehous og Coast. Greint var fyrst frá málinu hérlendis á vef Ríkisútvarpsins, sem vitnaði í frétt breska dagblaðsins The Sunday Times. Í frétt breska blaðsins kemur fram að Khaitan sé á lista alþjóðalögreglunnar Interpol yfir eftirlýsta menn.

Er fjárfestingarsjóður hans, Emirisque Brands, sagður í viðræðum um að kaupa þessar tískukeðjur af Kaupþingi á sextíu milljónir punda, eða því sem nemur 8,3 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.

Interpol er með handtökuskipun yfir honum vegna ásakana um að hann hafi verið viðloðinn því að leggja fram fölsuð skjöl í tengslum við deilu um fjármögnun sem nær aftur um 30 ár.

Talsmaður Khaitan segir í samtali við The Telegraph að deilan varði sjö þúsund punda kröfu, eða um 976 þúsund krónur, sem búið sé að endurgreiða.

Talsmaðurinn bætti við að Khaitan hefði flutt til Bretlands fyrir 20 árum og hefur ekki getað farið aftur til Indlands til að vera viðstaddur fjölda réttarhalda vegna þessa máls, sem hefur orðið til þess að handtökuskipunin var gefin út.

Um 5.000 manns starfa hjá þessum þremur tískukeðjum, en þær reka einnig um 750 verslanir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,43
39
632.150
SJOVA
2,31
11
350.911
VIS
1,29
1
494
HAGA
1,08
8
125.614
EIM
0,71
5
36.098

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-2,4
8
38.277
ORIGO
-0,48
1
927
ARION
-0,47
41
40.420
MARL
-0,32
6
64.341
REGINN
-0,22
7
102.573