Viðskipti erlent

Kínverjar munu banna bensín- og dísilbíla

Atli Ísleifsson skrifar
Kínverjar framleiddu 28 milljónir bíla í fyrra.
Kínverjar framleiddu 28 milljónir bíla í fyrra. Vísir/Getty

Stjórnvöld í Kína, sem er stærsti bílamarkaður í heimi, ætla sér að banna framleiðslu og sölu bensín- og díselbíla á næstu árum.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær bannið á að taka gildi en aðstoðarráðherra iðnaðarmála í Kína sagði í samtali við Xinhua, ríkisfréttamiðilinn þar í landi, að verið væri að rannsaka hvernig best væri að hrinda stefnunni í framkvæmd.

Kínverjar framleiddu 28 milljónir bíla í fyrra, sem er nær þriðjungur af heimsframleiðslunni það árið.

Með þessu fylgja Kínverjar í fótspor Breta og Frakka sem hafa tilkynnt um svipaðar reglur eigi að taka gildi fyrir árið 2040.

Verði þetta að veruleika mun það einnig hafa áhrif á olíusölu í heiminum því Kínverjar eru í dag næststærsti olíunotandi í heiminum í dag, á eftir Bandaríkjamönnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
1,75
9
104.677
HAGA
1,17
24
1.689.232
EIM
0,87
8
97.182
VOICE
0,86
11
520.466
ORIGO
0,82
4
7.031

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,37
9
133.580
GRND
-1,81
8
49.547
MARL
-0,93
19
293.097
REGINN
-0,2
11
139.700
SJOVA
0
3
19.066