Lífið

Tíu ár liðin síðan Crocker bað heiminn um að láta Britney í friði og hann hefur lært margt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gott myndband frá aðfáanda Spears númer eitt.
Gott myndband frá aðfáanda Spears númer eitt.

Það muna eflaust ekki margir eftir nafninu Chris Crocker en það muna aftur á móti margir eftir myndbandi sem hann setti inn á YouTube þar sem hann bað heiminn um að láta Britney Spears í friði.

Myndbandið vakti gríðarlega athygli en Crocker tók upp myndbandið í uppnámi yfir fjölmiðlaumfjöllun á erfiðum tímum í lífi tónlistarkonunnar. Hún hafði nýgengið í gegnum skilnað og hafði rakað af sér hárið sem vakti mikla athygli.

Sjá einnig: Britney: Stjörnuhrapið mikla

Hún var töluvert gagnrýnd og töluðu sumir um það að Spears væri að missa vitið. Þetta fór ekki vel í Crocker sem brotnaði gjörsamlega niður í myndbandinu og grátbað heiminn, þann 10. september fyrir tíu árum, um að láta poppdívuna í friði.

Crocker rifjar upp þennan dag á Twitter í dag og fer yfir það hvað hefur lært á þessum tíu árum í skemmtilegu myndbandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira