Handbolti

Ágúst: Sá þykki þolir ekki svona spennu í hverjum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ágúst Jóhansson eða sá þykki eins og hann kallar sig sjálfur.
Ágúst Jóhansson eða sá þykki eins og hann kallar sig sjálfur. Vísir/Ernir

Valur vann í kvöld nauman sigur á Haukum, 25-24, í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna en Hlíðarendaliðið var með sex marka forystu eftir fyrri hálfleikinn.

„Fyrri hálfleikur var frábær. Við spiluðum góða vörn og náðum að opna þær í nánast hverri sókn,“ sagði Ágúst við Vísi eftir leikinn í kvöld.

„En við vorum slakar í síðari hálfleik og fórum líka illa að ráði okkar einum fleiri. Þess vegna kom þessi spenna í lokin en við héldum þetta sem betur fer út,“ bætti hann við.

Ágúst hrósaði liði sínu fyrir góða skapgerð og sterka liðsheild, en einnig fyrir góða frammistöðu í fyrri hálfleik.

„Það var mjög góð holning á liðinu þá. Ég hefði reyndar viljað sjá betri markvörslu í leiknum öllum. Við gerðum margt gott en það er líka margt sem við þurfum að laga - sá þykki þolir ekki svona spennu í hverjum leik og þetta þarf því að vera betra,“ sagði kófsveittur en brosandi þjálfari Vals.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira