Körfubolti

Njarðvík fær bandarískan liðstyrk

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Erika er nýjasti leikmaður Njarðvíkur
Erika er nýjasti leikmaður Njarðvíkur Mynd/Njarðvík

Njarðvíkingar hafa fengið Eriku Williams til liðs við sig fyrir komandi átök í Dominos deild kvenna í körfubolta.

Williams kemur frá Bandaríkjunum og er nýútskrifuð frá CSU Bakersfield háskólanum í Kaliforníu. Hún spilar sem bakvörður eða framherji og var með 12,3 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í leik í vetur.

Hallgrímur Brynjólfsson segist í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur vera ánægður með Eriku, en hún er væntanleg til landsins á næstu dögum.

„Þetta er leikmaður sem getur hlaupið í nokkrar stöður innan liðsins og mikill íþróttamaður svo við bindum vonir við að hún geti hjálpað okkar unga liði að vaxa og dafna enn frekar.“

Njarðvíkingar taka á móti Skallagrími í fyrstu umferð deildarinnar þann 4. október næstkomandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira