Erlent

Stofnandi Royal Shakespeare Company er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Peter Hall.
Peter Hall. Vísir/Getty
Einn af frumkvöðlum Breta á sviði leiklistar og stofnandi Royal Shakespeare Company, Peter Hall, er látinn, 86 ára að aldri. Frá þessu greinir BBC.

Hall kom fram á sjónarsviðið sem leikstjóri á sjötta áratugnum og varð einna þekktastur fyrir uppfærslur sínar á verkum William Shakespeare.

Hall stofnaði Royal Shakespeare Company árið 1960 þegar hann var einungis 29 ára gamall, en leikhúsið er almennt talið eitt það merkasta í landinu.

Hann stýrði leikhúsinu fram til ársins 1968, en á árunum 1973 til 1988 sat hann í stól leikhússtjóra Breska þjóðleikhússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×