Viðskipti erlent

Í beinni: Apple kynnir iPhone X

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýja iPhone símann í Cupertino.
Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýja iPhone símann í Cupertino. Vísir/Getty Images

Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. Fastlega er reiknað með að Apple muni kynna til leiks iPhone X og iPhone 8, ásamt ýmsu öðru.

Kynningin hefst klukkan fimm og fer fram í hinu glænýja Steve Jobs Theatre, sem staðsett er á lóð nýrra höfuðstöðva Apple sem nú eru í byggingu.

Reiknað er með að Apple muni kynna iPhone X, sérstaka viðhafnarútgáfu af iPhone-símanum vinsæla, sem fagnar tíu ára afmæli í dag. Þá er einnig reiknað með iPhone 8 verði kynntur til leiks.

Þá þykir ólíklegt að Apple Watch fái uppfærslu auk Apple TV. Þá þykir næsta víst að iOS 11, stýrikerfi fyrir snjallsíma og spjaldtölvur Apple, verði kynnt en það hefur verið í bígerð undanfarna mánuði.

Horfa má á kynninguna á heimasíðu Apple en hafa skal í huga að aðeins er hægt að horfa á kynninguna á vef Apple í gegnum Safari-vafra Apple.

Hér fyrir neðan má sjá röð tísta um kynninguna auk þess sem að á vef Gizmodo má sjá sérstaka vakt um kynninguna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
1,74
1
17.550
ICEAIR
1,68
13
131.955
ORIGO
0,97
1
303
HAGA
0,49
2
66.588
ARION
0,12
11
56.578

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,32
5
20.919
REGINN
-1,13
6
191.670
SKEL
-0,88
4
16.046
HEIMA
-0,82
2
243
VIS
-0,7
3
61.836