Fótbolti

Þriðju búningar City, Chelsea og Tottenham eru mjög líkir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sergi Roberto í nýja búningi Barcelona, sem á að vera tilvísun í arkitektúr borgarinnar. Ætli það sé einnig innblástur ensku liðanna?
Sergi Roberto í nýja búningi Barcelona, sem á að vera tilvísun í arkitektúr borgarinnar. Ætli það sé einnig innblástur ensku liðanna? Mynd/Barcelona
Manchester City, Tottenham, Chelsea og Barcelona frumsýndu öll í dag þriðju búninga sína fyrir komandi tímabil. Liðin eru öll í samstarfi við Nike, og eru búningar allra fjögurra liða svo gott sem eins.

Þriðju búningarnir eru ekki mikið notaðir, en þarf stundum að grípa til þeirra. Einnig er oft valið að leika frekar í þriðju búningunum í Meistaradeild Evrópu, heldur en fyrstu varabúningunum.

Bandaríski íþróttavöruframleiðandinn hefur oft verið þekktur fyrir einfalda hönnun, en finnst mörgum stuðningsmanna liðanna þetta of mikið af því góða.
































Fleiri fréttir

Sjá meira


×