Erlent

Þurfa að endurskoða nauðgunarmál tíu ára móður

Samúel Karl Ólason skrifar
Upp komst um óléttu stúlkunnar í júlí þegar hún kvartaði yfir verkjum í maga og foreldrar hennar fluttu hana á sjúkrahús.
Upp komst um óléttu stúlkunnar í júlí þegar hún kvartaði yfir verkjum í maga og foreldrar hennar fluttu hana á sjúkrahús. Vísir/Getty

Lögreglan í Indlandi hefur þurft að að enduropna mál tíu ára stúlku sem var nauðgað. Stúlkan varð ólétt og hæstiréttur Indlands neitaði beiðni fjölskyldu hennar um að hún fengi að fara í fóstureyðingu. Stúlkunni var ekki sagt að hún hefði verið ólétt, heldur sagði fjölskylda hennar að hún væri með stein í maganum.

Stúlkan sjálf mun hafa sakað frænda sinn um að nauðga sér margsinnis en DNA sýni sýna fram á að hann sé ekki faðirinn. Hann var ákærður og er sagður hafa viðurkennt að hafa nauðgað stúlkunni en samkvæmt frétt BBC grunar lögregluna nú að fleiri hafi nauðgað henni.

Lögregluþjónar ræddu aftur við fjölskylduna í gær og einnig stendur til að kanna DNA sýnin aftur og ganga úr skugga að engin mistök hafi verið gerð.

Upp komst um óléttu stúlkunnar í júlí þegar hún kvartaði yfir verkjum í maga og foreldrar hennar fluttu hana á sjúkrahús. Dómstólar neituðu að leyfa fjölskyldu hennar að fara með hana í fóstureyðingu þar sem óléttan var komin of langt á veg. Hún eignaðist barnið í síðasta mánuði en fjölskylda hennar vill ekkert með það hafa. Barnið verður boðið til ættleiðingar.

Ólöglegt er að eyða fóstrum eftir 20 vikna meðgöngu, nema læknar séu sannfærðir um að líf móðurinnar sé í hættu. BBC tekur þó fram að á undanförnum árum hafi dómstólar leyft það í nokkrum tilvikum og þá sérstaklega í tilfellum barna sem hafi verið nauðgað. Tvö slík tilfelli hafa átt sér stað á þessu ári. Um er að ræða þrettán ára stúlku og aðra tíu ára stúlku sem var nauðgað af stjúpföður sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira