Fótbolti

Hló framan í Neymar sem er bara eins og „hver annar leikmaður“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Anthony Ralston lét Neymar finna til tevatnsins í leiknum.
Anthony Ralston lét Neymar finna til tevatnsins í leiknum. Vísir/Getty

Anthony Ralston, hinn átján ára gamli leikmaður Celtic sem fékk það verkefni að dekka Neymar í leik liðsins við PSG í gær, virðist ekki hafa haft miklar áhyggjur af verkefni gærdagsins. Hann segir að dýrasti knattspyrnumaður heims sé bara eins og „hver annar leikmaður“.

Ralston spilaði ansi harkalega gegn Neymar í opnunarleik B-riðils Meistaradeildarinnar. Lét hann Brasilíumanninn finna fyrir því á löngum köflum í leiknum. Á einum tímapunkti leiksins hló hann framan í Neymar og í leikslok virtust þeir eiga eitthvað ósagt við hvorn annann.

Í samtali við Sky sagði Ralston að mikilvægt sé að vera ekki hræddur við leikmenn á borð við Neymar, sem skoraði fyrsta mark leiksins.

„Ég var ekki hræddur við hann. Hann er bara eins og hver annar leikmaður á vellinum fyrir mér,“ segir Ralston. „Það sem maður þarf að gera á móti svona leikmönnum er að láta þá finna fyrir því snemma leiks.“

Aðspurður um hvað Neymar hafi sagt við hann í leikslok vildi Ralston lítið tjá sig.

„Mér er eiginlega alveg sama. Við skiptumt á nokkrum orðum en það var ekkert alvarlegt. Svona er fótboltinn.“

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira