Erlent

Þúsundum gert að yfirgefa byggingar í Moskvu eftir röð sprengjuhótana

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla segir hótanirnar hafa margar borist frá Úkraínu.
Lögregla segir hótanirnar hafa margar borist frá Úkraínu. Vísir/Getty

Rúmlega 10 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa byggingar í rússnesku höfuðborginni Moskvu eftir fjöldi sprengjuhótana barst um svipað leyti. Frá þessu greinir talsmaður lögreglu í samtali við RT.

Í frétt RT segir að fólk í opinberum skrifstofubyggingum, verslunarmiðstöðvum, skólum og lestarstöðvum hafi verið gert að yfirgefa byggingarnar.

Verið sé að rannsaka um tuttugu staði og hvort að sprengjum hafi raunverulega verið komið fyrir í þeim. Meðal þeirra bygginga sem hafa verið rýmdar eru þrjár af stærstu lestarstöðvum höfuðborgarinnar, á annan tug verslunarmiðstöðva, meðal annars GUM, nærri Rauða torginu, og þrjár háskólabyggingar.

Mikill fjöldi sprengjuhótana hafa borist rússneskum yfirvöldum síðustu vikuna. Segir lögregla að fjöldi hótananna virðast hafa komið með símtölum frá Úkraínu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira