Enski boltinn

Giroud: Var nálægt því að fara

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Oliver Giroud kostaði Arsenal tæpar 10 milljónir punda
Oliver Giroud kostaði Arsenal tæpar 10 milljónir punda visir/epa

Oliver Giroud segist hafa komist nálægt því að yfirgefa herbúðir Arsenal í sumar. Eftir að hafa lagst undir feld með fjölskyldu sinni hafi hann hins vegar ákveðið að vera áfram í Lundúnum.

Mikið var rætt um framtíð Giroud í sumar, en Everton, West Ham og Marseille höfðu öll áhuga á franska landsliðsmanninum.

„Það er satt að ég var nálægt því að yfirgefa félagið. Ég hugsaði málið vel með fjölskyldu og nánustu vinum og ákvað að ég vildi vara áfram hjá Arsenal,“ sagði Giroud.

„Kafla mínum hjá Arsenal er ekki lokið. Félagið hefur gefið mér mikið og ég vil gefa til baka, bæta mig og vinna titla.“

Giroud hefur skorað 99 mörk fyrir Arsenal síðan hann kom til félagsins frá Montpillier árið 2012.

„Það eru forréttindi að spila fyrir Arsenal. Ég vona að ég nái 100 mörkum eins fljótt og hægt er. Fyrir framherja er mikilvægt að skora mörk.“


Tengdar fréttir

Wenger: Ég elska Giroud

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var kátur eftir 4-3 sigur á Leicester City í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Giroud til West Ham?

Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, er sagður vera að undirbúa tilboð í Oliver Giroud, framherja Arsenal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira