Handbolti

Alfreð nýtur trausts

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð hefur stýrt Kiel frá árinu 2008.
Alfreð hefur stýrt Kiel frá árinu 2008. vísir/getty

Kiel hefur ekki farið vel af stað í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og er aðeins með fjögur stig eftir fjóra leiki.

Kiel vann fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu, gegn TuS N-Lübbecke og Magdeburg, en hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum gegn Hannover-Burgdorf og Melsungen.

Þrátt fyrir slæma byrjun segir Torsten Storm, framkvæmdastjóri Kiel, að Alfreð Gíslason, þjálfari liðsins, njóti fulls trausts.

„Hvorki liðið né þjálfarinn gerðu taktísk mistök,“ sagði Storm í samtali við Kieler Nachrichten, aðspurður um leikinn gegn Melsungen.

„Liðið verður að spila betur en það hefur gert. Leikmennirnir verða að gera betur, hvort sem þeir spila fimm eða 55 mínútur,“ bætti Storm við.

Kiel, sem er í 8. sæti þýsku deildarinnar, mætir liðinu í 3. sæti, Leipzig, á morgun. Leipzig gerði sér lítið fyrir og vann Flensburg, silfurliðið frá því í fyrra, í síðustu umferð.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira