City-menn tóku hollensku meistarana í bakaríið | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Feyenoord að velli í Rotterdam í F-riðli Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 0-4, City í vil.

John Stones skoraði tvö mörk fyrir City sem var miklu sterkari aðilinn í leiknum.

Stones kom City yfir strax á 2. mínútu og átta mínútum síðar bætti Sergio Agüero öðru marki við.

Á 25. mínútu var röðin svo komin að Brasilíumanninum Gabriel Jesus sem skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark fyrir City. Staðan 0-3 í hálfleik.

City lét eitt mark duga í seinni hálfleik. Það gerði Stones á 63. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og City fagnaði 0-4 sigri.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.