Körfubolti

Rússar tóku völdin í seinni hálfleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Rússland er komið í undanúrslit Evrópumótsins í körfubolta eftir fimm stiga sigur á Grikklandi, 69-74. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011 sem Rússar leika um verðlaun á EM.

Grikkir voru sex stigum yfir í hálfleik, 37-31, en Rússar voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og lönduðu sigri.

Alexey Shved var atkvæðamestur í rússneska liðinu með 26 stig og fimm stoðsendingar. Timofey Mozgov skoraði 15 stig og tók 10 fráköst.

Nick Calathes var stigahæstur hjá Grikkjum með 25 stig. Hann tók einnig fimm fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum í þrígang. Georgios Printezis skoraði 19 stig.

Það kemur í ljós í kvöld hvort Rússar mæta Ítölum eða Serbum í undanúrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×