Körfubolti

Tryggvi þreytti frumraun sína með Valencia í kvöld | Ægir með stórleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi Snær í leik með Íslandi á EM.
Tryggvi Snær í leik með Íslandi á EM. vísir/ernir

Tryggvi Snær Hlinason lék sinn fyrsta leik fyrir Valencia þegar spænsku meistararnir unnu sjö stiga sigur, 78-71, á Castelló í góðgerðaleik í kvöld.

Tryggvi spilaði í tæpar 10 mínútur, skoraði tvö stig og tók þrjú fráköst. Bæði stigin komu af vítalínunni.Félagi Tryggva í íslenska landsliðinu, Ægir Þór Steinarsson, átti stórleik fyrir Castelló.

Ægir skoraði 12 stig, tók sex fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hann hitti úr fimm af átta skotum sínum utan af velli.

Castelló leikur í næstefstu deild á Spáni en Valencia er eins og áður sagði ríkjandi Spánarmeistari.

Ægir átti dúndurleik. vísir/ernir


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira