Enski boltinn

Fyrrum leikmaður Burnley og Leeds týndur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Clarke Carsisle er týndur.
Clarke Carsisle er týndur. vísir/getty
Clarke Carlisle, fyrrverandi leikmaður Burnley, Leeds United og fleiri liða, er týndur. Fjölskylda Carlisle sá hann síðast í Preston í gærkvöldi.

Eiginkona hans, Carrie Carlisle, birti mynd af honum á Twitter í dag og óskaði eftir upplýsingum um hann. Hún sagði að síðast hafi sést til Carsisle í miðborg Manchester í morgun.

Hún birti seinna aðra færslu á Twitter þar sem hún biðlaði til fjölmiðla að halda sig frá heimili hennar. Carrie sagðist vera komin sex mánuði á leið og að álagið væri farið að segja til sín.

Hinn 37 ára gamli Carlisle lék með níu félögum á Englandi á árunum 1997-2013. Hann var um tíma formaður leikmannasamtakanna á Englandi.

Clarke hefur glímt við geðræn vandamál og reyndi að fyrirfara sér fyrir þremur árum. Hann stökk þá í veg fyrir vörubíl en lifði af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×