Lífið

Undirbúningur Páls Óskar fyrir risatónleikana á morgun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vegna stjórnarslitanna féll Ísland í dag niður á Stöð 2 í kvöld. Páll Óskar Hjálmtýsson stendur fyrir stórtónleikum í Laugardalshöllinni á morgun og fékk Ásgeir Erlendsson að fylgja kappanum eftir á æfingu fyrir tónleikana.

Palli ætlar að taka íslenskt tónleikahald á næsta stig og lofar að sýningin verði engu lík.

Mikil áhersla er lögð á alla umgjörð. Sex mánuðir fóru til að mynda í að hanna búninga og einn þeirra er skreyttur 15 kílóum af bleikum fjöðrum.

Hér að neðan má sjá innslagið sem fyrirhugað var á Stöð 2 í kvöld.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×