Fótbolti

Engin Evrópa í Evrópuliði Vitoria Guimaraes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sögulegt byrjunarlið Vitoria Guimaraes.
Sögulegt byrjunarlið Vitoria Guimaraes. Vísir/Getty
Pedro Martins, knattspyrnustjóri portúgalska félagsins Vitoria Guimaraes, bauð upp á sögulegt byrjunarlið í Evrópudeildinni í gær.

Þessi 47 ára gamli Portúgali stillti upp nefnilega einstöku byrjunarliði á móti austurríska liðinu Red Bull Salzburg í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Enginn Evrópumaður komst í byrjunarlið Vitoria Guimaraes og er þetta í fyrsta sinn sem enginn leikmaður frá Evrópu er í byrjunarliði liðs í Evrópukeppni.

Í byrjunarliði Vitoria Guimaraes voru níu leikmenn frá Suður Ameríku og tveir frá Afríku. Flestir leikmannanna komu frá Brasilíu eða fjórir.

Það kom samt Evrópumaður við sögu hjá í leiknum því Portúgalinn Kiko kom inná sem varamaður í seinni hálfleiknum.  Hinir tveir varamenn liðsins voru aftur á móti frá Brasilíu og Grænhöfðaeyjum.

Byrjunarliðsmenn Vitoria Guimaraes í gærkvöldi:

Douglas, Brasilíu

Pedro Henrique, Brasilíu

Raphinha, Brasilíu

Víctor García, Venesúela

Paolo Hurtado, Perú

Sebastián Rincón, Kólumbíu

Alhassan Wakaso, Gana

Jubal Júnior, Brasilíu

Ghislain Konan, Fílabeinsströndinni

David Texeira, Úrúgvæ

Guillermo Celis, Kólumbíu

Leikmenn sem komu inná sem varamenn:

Rafael Miranda, Brasilíu

Héldon, Grænhöfðaeyjum

Kiko, Portúgal










Fleiri fréttir

Sjá meira


×