Lífið

Aðstoðarmaður fjármálaráðherra í Útsvari

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Gylfi Ólafsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra viðurkenndi að hafa ekki sofið mikið síðan í gær.
Gylfi Ólafsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra viðurkenndi að hafa ekki sofið mikið síðan í gær. Skjáskot/RÚV
Í fyrsta þætti Útsvars í kvöld vakti athygli að þar keppti aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra fyrir hönd Ísafjarðar. Þættirnir eru nú í nýju setti og með nýja þáttastjórnendur, þau Sóla Hólm og Gunnu Dís. Gylfi Ólafsson keppti í kvöld ásamt Tinnu Ólafsdóttur eignkonu sinni og Greipi Gíslasyni æskuvini sínum.

Þegar Sóli Hólm minntist á það að Gylfi væri aðstoðarmaður fjármálaráðherra svaraði hann: „Eða ég var það allavega.“ Gylfi sagði einnig frá því að hann hafi verið vakinn með þeim fréttum klukkan þrjú í nótt að ríkisstjórnin væri fallin og hefði ekki sofið mikið eftir það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×