Lífið

Sólrún Diego gefur út bók um húsráð

Guðný Hrönn skrifar
Sólrún er þekkt fyrir að deila húsráðum á Snapchat.
Sólrún er þekkt fyrir að deila húsráðum á Snapchat.
Ofursnapparinn Sólrún Diego er að vinna að útgáfu bókar sem kemur út í nóvember. Spurð um hvernig bók sé að ræða segir hún: „Bókin mun heita Heima og fjallar um skemmtileg og fræðandi húsráð. Ég var búin að hafa þetta í huga mjög lengi en tók ekki af skarið strax fyrr en Björn Bragi hafði samband við mig i byrjun árs.“

„Sólrún hefur auðvitað sýnt það á snappinu og blogginu sínu hvað það eru til margar góðar og gagnlegar aðferðir sem hjálpa fólki að halda fallegt heimili. Það er skemmtileg áskorun að taka þær saman í eigulega bók,“ segir Björn Bragi Arnarsson sem ritstýrir bókinni.

„Þrif og húsráð hljóma kannski ekki í fyrstu eins og mest spennandi umfjöllunarefni í heimi en það er magnað hvað þetta eru mikil fræði og hvað maður getur lært margt sniðugt.“

„Sólrún er mikill fagmaður í sínu fagi og það er ótrúlega gaman að vinna með henni og læra af henni.“

Sólrún segir ferlið í kringum bókina hafa verið krefjandi og skemmtilegt. „Það er alltaf gaman að taka að sér svona stór verkefni og sjá afraksturinn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×